Gjaldskrá Strætó verður hækkuð

„Þetta er bara í samræmi við gjaldskrárstefnu sem stjórnin setti fyrir nokkrum árum, um að reyna að láta verð halda í við vísitöluna, og það er gert ráð fyrir því að vísitalan hækki um þrjú og hálft prósent á næsta ári í þjóðhagsspá, ef ég man rétt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó við Morgunblaðið.