Réttarhöld hefjast yfir Sádi-araba sem keyrði inn í jólamarkað

Sádiarabískur læknir var leiddur fyrir rétt í Þýskalandi í dag, ákærður fyrir að hafa ekið jeppa inn á jólamarkað, banað sex manns og sært yfir 300 í voðaverki sem olli þjóðinni áfalli. Taleb Jawad al-Abdulmohsen, 51 árs geðlæknir, var handtekinn við hliðina á illa förnu ökutækinu eftir árásina 20. desember í borginni Magdeburg í austurhluta landsins. Saksóknarar segja að Abdulmohsen...