Hvar er danska útgáfan af Matador?

Líkt og margir sem haldnir eru söfnunaráráttu á Felix erfitt með að skilja að aðrir hafa ekki sama áhuga á safninu hans og hann sjálfur. Þegar Klara vill losna við borðspilasafnið sem fyllir geymsluna þeirra fær Felix þá hugmynd að útbúa spilasal í húsinu og safnar enn fleiri spilum, Klöru til mikillar mæðu.