Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið.