Síðasta sýning í Sambíóunum Álfabakka verður 31. janúar næstkomandi. Sam-félagið, sem rekur Sambíóin, mun þó halda rekstri kvikmyndahúsanna áfram af fullum krafti bæði í Kringlunni og Egilshöll, sem og á Akureyri.