Flestum þykir Guð­rún og Sig­mundur hafa staðið sig illa

Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu.