Fjölmennt á afmælisfagnaði Grunnvíkingafélagsins

Liðlega 80 manns voru á laugardaginn á 70 ára afmælisfagnaði Grunnvíkingafélagsins á Ísafirði sem haldið var í Guðmundarbúð. Félagið var stofnað 1955 á Ísafirði en þá var farið að fækka verulega í Grunnavíkurhreppi og margir fluttir yfir Djúpið í byggðarlögin vestan megin. Upplýst var að einn af stofnfélögunum er enn á lífi. Stjórn og skemmtinefnd […]