Hópur lögreglumanna til Marokkó

Sænsk lögregla tekst nú á hendur það verkefni að senda hóp lögreglumanna til Norður-Afríkuríkisins Marokkó með lista yfir menn sem grunaðir eru um að halda þar til og stýra þaðan aðgerðum sænskra undirheimagengja. Með í för verður Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra.