„Það var kannski ekki alveg eðlilegt að alast upp á forngripasafni“
Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarkona, hefur verið fremst á sínu sviði í yfir fjóra áratugi. Hún varð sjötug í fyrra en segir aldurinn alls ekki tákn um endalok ferilsins heldur miklu frekar kalla fram nýjar hugmyndir.