Arion banki býður nú nýja tegund íbúðalána með föstum vöxtum, bæði verðtryggð og óverðtryggð. Um er að ræða annars vegar óverðtryggð lán með föstum vöxtum til þriggja ára og allt að 40 ára lánstíma, og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára og allt að 30 ára lánstíma.