Heimsþingið skapað mikilvægt samfélag kvenna

Heimsþing kvenleiðtoga - Reykjavik Global Forum - var sett í morgun en þetta er í áttunda sinn sem þingið er haldið hér á landi. Á heimsþinginu koma saman yfir 500 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, frjálsum félagasamtökum og vísindum víðs vegar að úr heiminum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins, segir áhersluna eins og áður vera á stöðu jafnréttismála. „Hingað eru þessar konur komnar mjög mikið til að læra af Íslandi. Sjá hvað hefur gengið vel hér og hvernig þær geti brugðist svipað við í sínum samfélögum.“ Yfir 500 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, frjálsum félagasamtökum og vísindum víðsvegar að úr heiminum koma saman á áttunda Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fer í Hörpu. Framkvæmdastjóri segir mikilvægt að ná einnig til karla. Það er hins vegar nýbreytni í ár að leggja áherslu á drengi og karlmenn. „Það er að segja hvernig við getum virkjað þá frekar í umræðunni. Það er skoðun flestra hér að við náum ekki mikið meiri árangri í jafnréttismálum nema við tryggjum að þeir verði með okkur í þessu,“ segir Hanna Birna. Yfir 500 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, frjálsum félagasamtökum og vísindum víðsvegar að úr heiminum koma saman á áttunda Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fer í Hörpu. Framkvæmdastjóri segir mikilvægt að ná einnig til karla. Hún segir heimsþingið hafa skapað mikilvægt samfélag kvenna. Svipmyndir frá fyrri degi má sjá hér að neðan.