Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag sleppt úr fangelsi í París eftir úrskurð áfrýjunardómstóls. Innan við þrjár vikur eru liðnar frá því hann hóf afplánun fimm ára fangelsisdóms fyrir hafa tekið ólöglega við fjármunum frá Líbíu í tengslum við kosningabaráttu sína árið 2007.