Héraðssaksóknari kominn með féð úr fjársvikamálinu

Embætti héraðssaksóknara hefur flutt fé sem lagt var hald á í umfangsmiklu fjársvikamáli, sem kom upp í byrjun nóvember, yfir á reikninga embættisins. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að reikningarnir hafi verið losaðir og það komi í veg fyrir að fólk geti náð sér í peninga til framfærslu. Þessi vinna fór fram fyrir helgi. Héraðssaksóknari tók við rannsókn málsins af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudaginn. Minnst fimm eru grunaðir um að hafa nýtt sér kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna til að hafa hundruð milljóna af Landsbankanum og 10 milljónir frá Arion banka. Tveggja til viðbótar var leitað. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.RÚV / Ragnar Visage