Það varð uppi fótur á fit á Alþingi þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar fordæmdu vinnubrögð stjórnvalda hvað varðar lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þegar stjórnarandstöðuþingmenn, sem eiga sæti í velferðarnefnd, ætluðu að mæta til fundar í morgun þá var búið að kynna þeim niðurstöðu nefndarinnar.