Demó­kratar reiðir hver öðrum en aðal­lega reiðir Schumer

Margir þingmenn Demókrataflokksins í báðum deildum þings virðast mjög ósáttir við nokkra kollega sína í öldungadeildinni sem greiddu í gær atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Atkvæðin gætu leitt til þess að rekstur alríkisins vestanhafs hefjist á nýjan leik en án þess þó að Demókratar fái nokkuð fyrir mótmælin undanfarinn 41 dag.