Tókust á um afsögn Sigríðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra út í mál ríkislögreglustjóra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hann furðaði sig á því að ríkislögreglustjóri, sem sagði af sér í dag, hefði verið ráðinn inn í ráðuneytið á sömu kjörum en í annað verkefni.