Ivan Juric hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins stýrt liðinu í fimmtán leikjum. Þetta er í annað sinn á árinu sem Króatinn er látinn fara eftir skamman tíma við stjórnvölinn.