Frá vettvangi í Nýju Delí í dag.AP / Manish Swarup Að minnsta kosti átta eru látin og 19 slösuð eftir að bíll sprakk í loft upp í miðborg Nýju Delí, höfuðborgar Indlands, í dag. Ekki er vitað hvort sprengingin var slys eða viljaverk, en hryðjuverkadeild lögreglu er meðal þeirra sem rannsaka vettvanginn. Sprengingin varð síðla dags nálægt lestarstöð á fjölförnum stað í gömlu borginni þar sem fjöldi fólks var á leið heim frá vinnu. Bíllinn sem um ræðir nam staðar á rauðu ljósi og sprakk. Sex aðrir bílar urðu eldi að bráð, sem og fjölmargar litlar farþegakerrur.