Hefur áhyggjur af auknum einmanaleika ungra manna

Halla Tómasdóttir forseti segir menntakerfið verða að taka á tilvistarkreppu ungs fólks, einkum ungra manna. Þeim skorti fyrirmyndir og örugga staði til að eiga samtöl um áskoranir samtímans.