Skrekkur – Úrslitakvöld

Úrslit Skrekks 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, eru í Borgarleikhúsinu í kvöld og í beinni útsendingu á RÚV. Í þremur undankeppnum í síðustu viku tóku samtals 742 nemendur þátt fyrir hönd 25 skóla og fluttu frumsamin atriði. Í kvöld keppa: Klettaskóli Hagaskóli Fellaskóli Árbæjarskóli Háteigsskóli Breiðholtsskóli Langholtsskóli Kynnar eru þau Salka Gústafsdóttir leikkona og Bjarni Kristbjörnsson leikaranemi. Á hverju ári kjósa grunnskólanemar Skrekkslag ársins og að þessu sinni er það lagið Elli Egils með Herra Hnetusmjöri sem kemur fram í kvöld. Hægt er að fylgjast með stemningunni baksviðs á Instagram UngRÚV og TikTok RÚV.