Tveggja kvölda einstök matarupplifun í hjarta miðborgarinnar

ÓX tekur á móti kokkum frá Etoile, þar á meðal hinum hugmyndaríku frumkvöðlum sem standa að baki þeim veitingastað sem hefur vakið athygli fyrir frumleika, fágun og sjálfbæra sýn á mat. Etoile hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2020, ásamt grænni Michelin-stjörnu sem veitingastaðir hljóta sem þykja skara fram úr í sjálfbærni.