„Einhvern veginn meiri kraftur og pepp í þessu“

„Svona miklu meiri ákefð í öllu sem við erum að gera. Við erum að æfa mikið, við erum að lyfta og einhvern veginn meiri kraftur og pepp í þessu,“ segir Thelma um breytingarnar sem hafa fylgt Pekka Salminen. Hún viðurkennir að það sé mikið af nýjum hlutum til að læra en segir það hafa gengið vel. „Viðbrigði frá því sem við erum vanar, mikið af æfingum og svoleiðis en við erum allar ótrúlega ánægðar með þetta.“ Ísland mætir Serbíu á miðvikudag og Portúgal á þriðjudag í næstu viku. Liðin eru í þriggja liða riðli þar sem tvö efstu komast áfram í næstu umferð. Það er því lítið svigrúm fyrir mistök. „Við þurfum bara að vera fókuseraðar allan tímann, allan tímann sem við erum inná, sem við erum á bekknum, vera allar saman í þessu.“ Ísland - Serbía verður í beinni á RÚV 2 á miðvikudag klukkan 19:30.