Lyfjafræðingar samþykktu kjarasamning

Félagar í Lyfjafræðingafélagi Íslands samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. 90 prósent þeirra sem starfa í lyfjaiðnaði samþykktu samninginn og 62 prósent þeirra sem starfa í apótekum. Í tilkynningu frá félaginu segir að samningurinn feli í sér raunverulegar kjarabætur fyrir stéttina. Þar sé meðal annars að finna ákvæði um átta klukkustunda vinnustyttingu á mánuði, starfsmenntunarsjóð og aukinn orlofsrétt fyrir nýútskrifaða auk þess sem samningurinn færi kjör lyfjafræðinga nær öðrum háskólastéttum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.RÚV / Benedikt Sigurðsson