Úlpurnar og frakkarnir eru við hæfi í dag og næstu daga og óvitlaust að draga fram trefla og vettlinga því hiti viðbúið að það kólni. Snjóþekja er á nokkrum vegum á Norðurlandi og hálka á vegum víða á norðanverðu landinu. Veðurstofan spáir norðan- og norðaustan fimm til þrettán. Él norðan- og austanlands, einkum á Norðausturlandi, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Hiti um eða undir frostmarki. Hægari og norðlægari á morgun, stöku él norðan- og austantil, en fram bjart veður um landið sunnan- og vestanvert. Frost um allt land, kaldast inn til landsins.