„Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“

Ein fremsta íþróttakona landsins verður frá keppni næstu mánuðina vegna brjóskloss. Meiðslin hafa strítt henni um hríð og vanda verk var að finna út úr því hvað amaði að. Síðustu vikur hafa því tekið á og ljóst að næstu mánuðir verða einnig strembnir.