Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hét því að sannleikurinn ætti eftir að koma í ljós. Þetta skrifaði hann á samfélagsmiðilinn X nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi í gær. Sarkozy var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að hafa þegið ólögleg fjárframlög í kosningasjóði sína frá Moammad Gaddhafi, þáverandi einræðisherra Líbíu. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm og hóf afplánun 21. október. Dóminum var áfrýjað og unnu lögmenn Sarkozy að því að fá hann leystan úr fangelsi uns dómur fellur. Það tókst í gær. Sarkozy stígur út úr bíl við heimili sitt eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi.AP / Christophe Ena