Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vöru­merki

Cole Palmer er greinilega umvafinn öflugu teymi lögfræðinga því hann er búinn að gera nánast allt sem tengist nafni hans eða ímynd að vörumerki. Þar með talið fagnið fræga, þar sem hann hjúfrar sér um axlir til að hlífa sér frá kulda.