Um helgina hættu bæði útvarpsstjóri BBC Tim Davie og fréttastjórinn Deborah Turness. Þau og vísuðu bæði til umfjöllunar um fréttaskýringarþáttinn Panorama sem væri farinn að skaða stofnunina. Ingibjörg Þórðardóttir sem var lengi ritstjóri hjá BBC og CNN segir að þótt oft hafi verið deilt á BBC séu afsagnir þeirra fordæmalausar og mikið högg fyrir stofnunina. Togstreita hafi verið milli stjórnendanna og stjórnarinnar um viðbrögð. Hún telur ekki að þar sé kerfislæg hlutdrægni, en um hana hefur BBC verið sakað. Á hverjum degi séu birtar hundruð frétta á vegum fréttaþjónustunnar og það verði mistök en þar sé oft brugðist seint og illa við krísum. Í erfiðu umhverfi fjölmiðla í dag sé afar slæmt ef traust á fréttaþjónustu BBC rýrni og óskandi að stofnunin standi af sér storminn.