Ætlar sér að spila á meiri hraða

„Tilfinningin er nokkuð góð,“ sagði landsliðsþjálfarinn Pekka Salminen um komandi leiki Íslands gegn Serbíu og Portúgal í undankeppni EM kvenna í körfubolta. „Við höfum átt góða fimm daga saman og ég held að við verðum samkeppnishæf.“ Pekka tók við liðinu í mars og fær loks núna sínu fyrstu leiki. Hann hefur þó áður verið með landsliðsæfingar og fylgst vel með íslensku deildinni: „Þetta er sterk deild og ég er líka ánægður að sjá þjálfarateymið og leikmennina vinna saman, ég er bjartsýnn.“ Markmið Pekka er að komast í aðra umferð forkeppninnar og til þess þarf liðið að vinna allavega einn leik. Einhverja leikmenn mun væntanlega vanta í serbneska liðið svo þar er möguleiki sem og gegn Portúgal úti sem er neðar en Serbía á heimslistanum. „Við munum líka spila öðruvísi en Ísland gerði áður.“