Undirritaðir eru lögmenn sem hafa m.a. annast hagsmunagæslu fyrir slasaða einstaklinga síðastliðin 15 ár. Athygli okkar vakti að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing var hvergi vikið að skaðabótalögum nr. 50/1993 sem beitt er við uppgjör bótamála fyrir slasaða einstaklinga, s.s. vegna afleiðinga umferðarslysa.