Ríkissjóður verður af tíu til ellefu milljörðum króna árlega vegna skorts á skýru regluverki og virku eftirliti á íslenskum peningaleikjamarkaði. Áætla má að 36 til 39 milljarðar króna streymi árlega frá íslenskum almenningi í hendur rekstraraðila erlendra peningaleikjasíðna.