Reyktur silungur og reyktur lax sem Geitey framleiddi hefur verið innkallaður vegna listeríusmits. Listería greindist í afurðum sem eru með best fyrir dagsetningu 1. október og síðar. Fyrirtækið hvetur fólk sem á taðreyktan silung eða lax frá fyrirtækinu sem innköllunin nær til að farga honum eða skila í þá verslun þar sem hann var keyptur. Fiskurinn var til sölu í verslunum um allt land. Umbúðir af vörunum sem voru innkallaðar.Aðsend