Hljómsveitin Valdimar vaknar úr dvala

Þeir Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson úr hljómsveitinni Valdimar mættu í spjall og sögðu frá því hvernig sveitin er að vakna úr dvala um þessar mundir. Í haust kom út fyrsta lagið þeirra í heil sex ár, lagið Lungu. Núna fyrir helgi kom annað nýtt lag, Karlsvagninn, út og greinilegt að hljómsveitin er í miklu stuði. Þá léku þeir fyrir fullu Listasafni Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið á Airwaves og var almenn ánægja með þá tónleika. Í spilaranum hér að ofan getur þú séð þegar þeir heimsóttu Rás 2 á Loft hostel en þar fluttu þeir tvö lög, lagið Lungu og klassíkina Ryðgaður dans .