Það var líf og fjör hjá ungmennum landsins á laugardag í miðbænum þegar 66 Norður afhjúpaði nýjustu samstarfslínu sína við töffarana hjá Reykjavík Roses. Ásamt unglingunum voru ofurhjónin Nína Dögg og Gísli Örn meðal gesta og kynfræðingurinn Sigga Dögg lét sig heldur ekki vanta. Löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun og stemningin var góð.