Brjóstmynd af Önnu Borg í Þjóðleikhúsið

„Okkur er kært að færa leikhúsinu þetta verk,“ segir Auður Elva Kjartansdóttir. Hún var í hópi þess fólks sem í gær kom í Þjóðleikhúsið og gaf því brjóstmynd af leikkonunni Önnu Borg, sem breski listamaðurinn Richard Lee gerði.