Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru.