Bréf til varnar Hamlet eftir Kol­finnu Nikulás­dóttur

Bardólarnir eru aftur komnir á kreik. Þeir, harðkjarna aðdáendur Shakespeare, misskilja hlutverk leikstjórans og þar með sambandið milli hefða og hæfileika. Samkvæmt þeim ætti leikstjórinn að beygja sig fyrir þeim dauðu og leyfa textanum að tala sínu máli.