Kári og Hannes Smárason í rekstur saman

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og athafnarmaðurinn Hannes Þór Smárason hafa stofnað einkahlutafélag saman, en tilgangur þess er sagður vera „Rekstur sem snýr að þróun lausna á sviði heilbrigðisþjónustu og hugbúnaður, þ.m.t. fjárfestingar, lánastarfsemi, kaup og rekstur fasteigna og hvers kyns önnur skyld starfsemi.“