Jana Stein­gríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý

Jógakennararnir og vinkonurnar Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana Steingríms heilsukokkur, og Lilja Ketilsdóttir stóðu nýverið fyrir bleikum góðgerðarviðburði á Sjálandi í Garðabæ. Fjöldi kvenna naut kvöldsins saman og styrkti í leiðinni gott málefni, en allur ágóði viðburðarins rann óskiptur til Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar.