Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum.