Leiðtogaval Viðreisnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor verður 31. janúar. Kjörstjórn flokksins í Reykjavík ákvað þetta á fundi sínum í dag. Í tilkynningu kemur fram að allir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri með lögheimili í Reykjavík, hafi rétt til atkvæðagreiðslu í prófkjörinu. Þeir þurfa að hafa skráð sig í flokkinn að minnsta kosti tveimur dögum fyrir upphaf prófkjörs. Haft er eftir Natan Kolbeinssyni, formanni Viðreisnar í Reykjavík, að leiðtogavalið sé „fyrsta skrefið í því byggja upp lið sem mun tryggja Viðreisn í Reykjavík sigur í vor. Borgarbúar vilja sjá nýja tíma í borginni okkar og ætlum við okkur að svara því kalli.” Ráðhús Reykjavíkur.RÚV / Ragnar Visage