Flutningaskip tók niðri í Tálknafirði

Flutningaskip sem var á leiðinni til Tálknafjarðar með fóðurpramma fyrir laxeldi Artic Fish tók niðri í firðinum fyrir viku. Göt komu á skipið, að sögn Magnúsar Ármann, hjá M S Ármann skipamiðlun. Verið er að meta ástand þess. Enginn hafnsögumaður fór um borð í skipið en Ármann segir það metið í hvert skipti. Skipið á Marine Traffic.Marine Traffic