Saksóknari í Tyrklandi gaf í dag út ákæru á hendur Ekrem Imamoglu, borgarstjóra Istanbúl, fyrir 142 glæpi sem gætu haft í för með sér 2.430 ára dóm yfir honum. Imamoglu, helsti andstæðingur Receps Erdogans Tyrklandsforseta, var handtekinn í mars á þessu ári, aðeins örskömmu áður en hann hugðist tilkynna framboð til forseta. Í 4 þúsund blaðsíðna ákæru er borgarstjórinn geðþekki meðal annars sakaður um að stýra skipulögðum glæpasamtökum, mútur, fjársvik og peningaþvætti. Imamoglu neitar sök. Ekrem Imamoglu talar við stuðningsmenn sína á útifundi.EPA-EFE / ERDEM SAHIN