Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér

Aflögun undir Svartsengi er orðin hægari en áður. Á sama tíma hefur verulega dregið úr skjálftavirkni í Krýsuvík undanfarnar vikur. Enn ríkir óvissa um hvenær næstu eldsumbrot gætu orðið. Hættumat helst að óbreyttu eins fram að 25. nóvember.