„Lausliðugramessa“ markar upphaf annríkis

Dagur einhleypra, eða Lausliðugramessa eins og Bragi Valdimar Skúlason stakk upp hér um árið að dagurinn yrði kallaður, markar upphaf annríkis hjá dreifingarfyrirtækinu Dropp. Að sögn Hrólfs Andra Tómassonar, framkvæmdastjóra Dropp, nær álagstíminn í raun alla leið að Þorláksmessu.