Flokkur fólksins tapaði 39,4 milljónum króna árið 2024 samanborið við 38,9 milljónir króna árið 2023. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem staðfestur hefur verið af Ríkisendurskoðun. Stærsti kostnaðarliður flokksins í fyrra voru Alþingiskosningar sem boðað var til óvænt og á undan áætlun. Flokkurinn eyddi 70 milljónum króna í tengslum við kosningarnar, þar af 55,5 milljónum í auglýsingar og kynningar....