„Jafn­vel Kringvarpið í Fær­eyjum flytur fréttir á ensku“

Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit.