Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs

Bæklunarskurðdeild B5 er í Fossvogi.RÚV / Ragnar Visage Bæklunarskurðdeild B5 á Landspítalanum hefur verið lokuð fyrir innlagnir frá því á föstudag vegna inflúensufaraldurs sem geisar á deildinni. Frá þessu er greint á vef Landspítalans . Vegna þessa hefur spítalinn þurft að fresta fjölda skurðaðgerða. „Við biðjum sjúklinga og aðstandendur um skilning og þökkum kærlega fyrir þolinmæðina á meðan við vinnum að því að koma aðgerðum aftur á dagskrá,“ segir í tilkynningu spítalans.