Keppinautur Erdogans sakaður um allt mögulegt

Tyrkneskir saksóknarar ákærðu á þriðjudag fangelsaðan borgarstjóra Istanbúl, Ekrem Imamoglu, fyrir 142 brot í gríðarstóru dómsmáli sem gæti leitt til meira en 2.000 ára fangelsisdóms, samkvæmt dómskjölum. Imamoglu er helsti pólitíski andstæðingur Recep Tayyip Erdogan forseta og er talinn eini stjórnmálamaðurinn sem getur sigrað hann í kosningum. Handtaka hans í mars leiddi til verstu götuóeirða í Tyrklandi síðan 2013. Tyrkland...