Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu
Dæmi eru um að glæpahópar reyni að fá íslensk börn til liðs við sig, í því skyni að fá þau til að fremja glæpi. Framkvæmdastjóri Europol segir viðgangast hér, líkt og annars staðar, að ofbeldisverk og aðrir glæpir séu framin gegn greiðslu.